Reitur 1.174.2

Verknúmer : SN050702

54. fundur 2006
Reitur 1.174.2, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. maí 2006 varðandi kæru Helga Magnúss Hermannssonar, Guðbrands Gísla Brandssonar og Bjarkar Baldursdóttur, vegna samþykktar skipulags- og byggingarnefndar þann 9. apríl 2003 á deiliskipulagi reits 1.174.2.

Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 9. apríl 2003 um að samþykkja deiliskipulag fyrir staðgreinireit 1.174.2 er tekur til svæðis innan hluta Laugavegar, Vitastígs, Grettisgötu og Barónstígs. Kröfu kærenda um breytingu á hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er vísað frá úrskurðarnefndinni.



36. fundur 2005
Reitur 1.174.2, kæra, úrskurður
Lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 21. nóvember 2005, um kæru Helga Magnúss Hermannssonar, Guðbrands Gísla Brandssonar og Bjarkar Baldursdóttur, vegna samþykktar skipulags- og byggingarnefndar þann 9. apríl 2003 á deiliskipulagi reits 1.174.2.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.