Reitur 1.244.1/-3
Verknúmer : SN050633
50. fundur 2006
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1 og 3, Einholt/Þverholt. Málið var í auglýsingu frá 13. febrúar til og með 27. mars 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Guðríður Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Magnússon og Sigurbjörn Kjartansson, dags. 27. mars 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. mars 2006.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru hlynntir því að leyfa íbúðabyggð á þessu svæði. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum bæði of mikla og of þétta fyrir það umhverfi sem þarna er fyrir og taka þannig undir fjölda vel rökstuddar athugasemdir frá íbúum.
Fulltrúa Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Í aðalskipulagsbreytingunni er aðeins verið að leyfa íbúabyggð í staða iðnaðar- og atvinnuhúsnæðis. Ekki er verið að fjalla um auglýst deiliskipulag þar sem tekið hefur verið mið af athugasemdum íbúa og er enn í vinnslu. Það vekur furðu að Sjálfstæðisflokkurinn skulu ekki eindregið styðja íbúðauppbyggingu á þessum reit.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það er enginn ágreiningur um mikilvægi þess að leyfa íbúðabyggð á svæðinu. Hugmyndir Reykjavíkurlistans um þá byggð eru hins vegar mun umfangsmeiri en umhverfið þolir og fulltrúar Sjálfstæðisflokks munu áfram vinna að því að ná fram jákvæðum breytingum á þeim tillögum.
111. fundur 2006
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1 og 3, Einholt/Þverholt. Málið var í auglýsingu frá 13. febrúar til og með 27. mars 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Guðríður Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Magnússon og Sigurbjörn Kjartansson, dags. 27. mars 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
49. fundur 2006
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1 og 3, Einholt/Þverholt. Málið var í auglýsingu frá 13. febrúar til og með 27. mars 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Guðríður Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Magnússon og Sigurbjörn Kjartansson, dags. 27. mars 2006.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. fundur 2006
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. janúar 2006 á bókun skipulagsráðs frá 18. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244, Einholt/Þverholt.
41. fundur 2006
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1 og 3, Einholt/Þverholt.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
33. fundur 2005
Reitur 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1 og 3, Einholt/Þverholt.
Frestað.