Hringbraut

Verknúmer : SN050605

51. fundur 2006
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 5. apríl 2006, varðandi samþykkt borgarstjórnar 4. apríl á bókun skipulagsráðs 29. mars 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut.


49. fundur 2006
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 15. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. Auglýsingin stóð yfir frá 1. febrúar til 15. mars 2006. Athugasemdabréf barst frá Pétri V. Maack, dags. 28. febrúar 2006.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista .
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað lýst efasemdum vegna byggingar bensínstöðvar á þessum stað og greiða því atkvæði gegn tillögunni.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlista harma hentistefnu Sjálfstæðisflokksins sem nú leggjast gegn staðsetningu bensínstöðvar í samræmi við samning við Ker hf., sem kvað á um þessa staðsetningu og var samþykktur af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins án nokkurs fyrirvara. Hið eina sem breyst hefur er að umfang stöðvarinnar hefur minnkað, samkomulag hefur náðst við Landspítala Háskólasjúkrahús og Háskóla Íslands, auk þess sem staðsetningin er til tíu ára en ekki fjörutíu, eins og þegar málið naut stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Viðsnúningur í jafn mikilvægu máli og uppbygging við Austurhöfnina vekur athygli og framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins um óhreyfða bensínstöð í anddyri tónlistarhússins ekki síður.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Eins og bókun Reykjavíkurlistans ber með sér eru fulltrúar meirihlutans í mikilli vörn í þessu máli, enda ljóst að bensínstöð á þessum stað þjónar hvorki hagsmunum borgarinnar né borgarbúa. Frá því umræddur samningur við Ker hf., var undirritaður árið 2004 hefur ýmislegt og í raun næstum flest breyst í skipulagi og umhverfi þessa svæðis. Í samræmi við það hefði meirihlutinn að sjálfsögðu átt að semja við Ker hf., um aðrar lausnir en það var ekki gert og á því ber Reykjavíkurlistinn einn ábyrgð.


48. fundur 2006
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 15. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. Auglýsingin stóð yfir frá 1. febrúar til 15. mars 2006. Athugasemdabréf barst frá Pétri V. Maack, dags. 28. febrúar 2006.
Frestað.

109. fundur 2006
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 15.12.05, að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. Auglýsingin stóð yfir frá 01.02 til 15.03.06. Athugasemdabréf barst frá Pétri V. Maack, dags. 28.02.06.
Vísað til skipulagsráðs.

44. fundur 2006
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. janúar 2006 á bókun skipulagsráðs frá 21. desember 2005, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut.


39. fundur 2005
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi vegna bensínstöðvar
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 15.12.05, að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut.

Anna Kristinsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:12

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim fyrirvara að fyrir liggi sameiginleg yfirlýsing Háskóla Íslands, Landspítala háskólasjúkrahúss og Reykjavíkurborgar áður en málið er tekið fyrir í borgarráði.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.