Vatnsmýrin

Verknúmer : SN050551

60. fundur 2006
Vatnsmýrin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. júlí 2006, varðandi samþykkt borgarráðs 13. s.m. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: Borgarráð samþykkir að halda áfram með samkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar og að fela skipulags- og byggingarsviði og dómnefnd keppninnar að endurskoða útboðsskilmála og fyrirkomulag keppninnar í nánu samráði við innkaupa- og rekstrarskrifstofu og lögfræðiskrifstofu.
Jafnframt var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í dómnefndina: Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Martein Baldursson og Dag B. Eggertsson.


43. fundur 2006
Vatnsmýrin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. janúar 2006, varðandi samþykkt borgarráðs s.d. um tilnefningu þriggja fulltrúa úr borgarstjórn í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrar.
Tilnefndir eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.


28. fundur 2005
Vatnsmýrin, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. september 2005, varðandi samþykkt borgarráðs frá 8. s.m. um hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrar.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Haldin verði alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Forsendur verði mótaðar í samráði við íbúa og hagsmunaaðila, sbr. meðfylgjandi yfirlit ráðgjafafyrirtækisins Alta. Keppnisfyrirkomulag og val á dómnefnd verði ákveðið í samráði við Arkitektafélag Íslands. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins geti orðið allt að 80-100 milljónir króna. Stærstu óvissuþættirnir eru upphæðir verðlauna og laun til dómnefndarmanna. Nákvæm kostnaðaráætlun sem nái til allra þátta verði lögð fram þegar niðurstaða liggur fyrir í þeim efnum.
Greinargerð fylgir tillögunni.