Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði

Verknúmer : SN040128

57. fundur 2006
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 22. júní 2006 varðandi kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 27. janúar 2004 um að breyta deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal.

Úrskurðarorð: Kröfu kæranda er hafnað.


50. fundur 2006
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, kæra, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. mars 2006, vegna kæru Landsvirkjunar, dags. 4. mars 2004 á samþykkt skipulagsráð frá 21. janúar 2004, um breytingu á deiliskipulagi á umhverfi Rafstöðvar og Ártúns í Elliðaárdal, Reykjavík. Í kærunni er þess krafist að framangreind samþykkt skipulagsráðs verði felld úr gildi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

152. fundur 2004
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, kæra, úrskurður
Lagt fram bréf Landsvirkjunar, dags. 05.03.04 ásamt afriti af bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 04.03.04, varðandi deiliskipulag í Elliðaárdal, rafstöðvarsvæði.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.