Vesturbrún 20

Verknúmer : SN040126

55. fundur 2006
Vesturbrún 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. maí 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 4. febrúar 2004 um veitingu leyfis fyrir byggingu tveggja hæða steinsteyptrar viðbyggingar við suðurenda hússins nr. 20 við Vesturbrún í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 4. febrúar 2004, sem staðfest var í borgarstjórn hinn 5. s.m., um að veita leyfi fyrir byggingu tveggja hæða steinsteyptrar viðbyggingar við suðurenda hússins að Vesturbrún 20 í Reykjavík


26. fundur 2005
Vesturbrún 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 3. september 2005, vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar (nú skipulagsráðs) frá 4. febrúar 2004, um að veita Aroni Björnssyni og Karin Birgittu Eiríksson leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við suðurenda hússins á lóð nr. 20 við Vesturbrún í Reykjavík. Í kærunni er þess krafist að framangreind ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar verði felld úr gildi.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

152. fundur 2004
Vesturbrún 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 8. mars 2004 ásamt kæru, dags. 27. febrúar 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 4. febrúar 2004, um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við suðurenda húss að Vesturbrún 20.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.