Íbúðir fyrir aldraða
Verknúmer : SN030350
49. fundur 2006
Íbúðir fyrir aldraða, (fsp) athugun skipulagsfulltrúa á lóðarmöguleikum
Lögð fram athugun skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2006 á svæði sunnan Sléttuvegar, vegna fyrirspurna um nýbyggingar fyrir aldraða. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. í mars 2006.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi og forsögn að deiliskipulagi sem geri ráð fyrir íbúðabyggð í takt við nálægt umhverfi, m.a. í samræmi við framkomin áhuga á uppbyggingu í þágu aldraðra.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að samhliða skoðun á þessari uppbyggingu kanni borgaryfirvöld rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara á umræddu svæði.
48. fundur 2006
Íbúðir fyrir aldraða, (fsp) athugun skipulagsfulltrúa á lóðarmöguleikum
Lögð fram athugun skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2006 á svæði sunnan Sléttuvegar, vegna fyrirspurna um nýbyggingar fyrir aldraða.
Frestað.