Reitur 1.181.0
Verknúmer : SN030187
53. fundur 2006
Reitur 1.181.0, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. maí 2006, vegna kæru á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 29. janúar 2003 um deiliskipulag staðgreinireits 1.181.0 er tekur til svæðis innan Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu og Skólavörðustígs.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 29. janúar 2003 um að samþykkja deiliskipulag fyrir staðgreinireit 1.181.0. Kröfu kæranda um breytingu á hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er vísað frá úrskurðarnefndinni.
39. fundur 2005
Reitur 1.181.0, kæra, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 13. desember 2005, varðandi kæru Hrefnu Hrólfsdóttur f.h. eigenda og íbúa Týsgötu 4c, dags. 4. mars 2003, vegna samþykktar Reykjavíkurborgar á tillögu að deiliskipulagsáætlun fyrir reit 1.181.0.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.
116. fundur 2003
Reitur 1.181.0, kæra, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. maí 2003, ásamt afriti af kæru, dags. 4. mars 2003, þar sem kærð er samþykkt Reykjavíkurborgar á tillögu að deiliskipulagsáætlun fyrir reit 1.181.0.
Málinu vísað til umsagnar forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu.