Básbryggja 5-11
Skjalnúmer : 9791
26. fundur 1999
Básbryggja 5-11, fjölbýlishús 22 íb., 7 bílg.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um byggingu fjölbýlishúss og bílgeymslna að Básbryggju 5 - 11.
3489. fundur 2000
Básbryggja 5-11, fjölbýlishús 22 íb., 7 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og hálfrar hæðar steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum og sjö innbyggðum bílgeymslum einangrað að utan og klætt með málmplötum á lóðinni nr. 5- 11 við Básbryggju.
Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja timburskýli fyrir sorp á bílastæðalóð fyrir Básbryggju 5-11.
Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 5-9 við Básbryggju.
Stærð: Hús nr. 5 íbúð 1. hæð 188 ferm., 2. hæð 295,8 ferm., 3. hæð 298,2 ferm., 4. hæð 138,6 ferm., bílgeymslur 107,2 ferm., samtals 1027,8 ferm., 3032,4 rúmm., hús nr. 7 íbúð 1. hæð 220,8 ferm., 2. hæð 220,9 ferm., 3. hæð 226,7 ferm., 4. hæð 129,9 ferm., samtals 798,3 ferm., 2404,6 rúmm., hús nr. 9 íbúð 1. hæð 250,5 ferm., 2. hæð 293,9 ferm., 3. hæð 301,5 ferm., 4. hæð 130,5 ferm., bílgeymslur 42,8 ferm., samtals 1019,2 ferm., 3030,4 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 211.685
Bréf frá Björgun dags. 19. október 1999, ljósrit af bréfi Björgunar til Eldvarnareftirlitsins dags. 29. október 1999 og úttekt VSI á hættu á útbreiðslu elds miðað við 6m á milli húsa dags. 3. nóvember 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags og umferðarnefndar frá 6. desember 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. fundur 1999
Básbryggja 5-11, fjölbýlishús 22 íb., 7 bílg.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og hálfrar hæðar steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum og sjö innbyggðum bílgeymslum einangrað að utan og klætt með málmplötum á lóðinni nr. 5- 11 við Básbryggju, samkv. uppdr. Björns Ólafs arkitekts, dags. 19.10.99. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja timburskýli fyrir sorp á bílastæðalóð fyrir Básbryggju 5-11. Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 5-9 við Básbryggju. Bréf frá Björgun dags. 19. október 1999 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.11.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að leggja til við borgarráð að það fallist á umbeðna breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis án grendarkynningar þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni nágranna.
3483. fundur 1999
Básbryggja 5-11, fjölbýlishús 22 íb., 7 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og hálfrar hæðar steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum og sjö innbyggðum bílgeymslum einangrað að utan og klætt með málmplötum á lóðinni nr. 5- 11 við Básbryggju.
Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja timburskýli fyrir sorp á bílastæðalóð fyrir Básbryggju 5-11.
Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 5-9 við Básbryggju.
Stærð: Hús nr. 5 íbúð 1. hæð 192,7 ferm., 2. hæð 295,8 ferm., 3. hæð 296 ferm., 4. hæð 138,6 ferm., bílgeymslur 107,2 ferm., samtals 1030,3 ferm., 3045,3 rúmm., hús nr. 7 íbúð 1. hæð 225,1 ferm., 2. hæð 220,9 ferm., 3. hæð 225,5 ferm., 4. hæð 129,9 ferm., samtals 801,4 ferm., 2482,1 rúmm., hús nr. 9 íbúð 1. hæð 254,6 ferm., 2. hæð 293,9 ferm., 3. hæð 294 ferm., 4. hæð 130,5 ferm., bílgeymslur 42,8 ferm., samtals 1015,8 ferm., 3041,7 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 214.228
Bréf frá Björgun dags. 19. október 1999 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.