Engjavegur 8
Skjalnúmer : 9785
19. fundur 1994
Laugardalur, íþrótta- og sýningarhús, afmörkun lóðar, bílastæði
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 09.08.94 á bókun skipulagsnefndar frá 08.08.1994 um íþrótta- og sýningarhús í Laugardal, afmörkun lóðar og bílastæði.
17. fundur 1994
Laugardalur, íþrótta- og sýningarhús, afmörkun lóðar, bílastæði
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 4.8.94, varðandi staðsetningu íþrótta- og sýningarhúss austan við Laugardalshöll og bílastæði. Einnig lagðir fram tillöguppdrættir Teiknistofunnar Túngötu 3 og greinagerð dags. 8.8.94.
Egill Guðmundsson, arkitekt og Hjörtur Hansson, verkfræðingur kynntu.
Þar sem Borgarverkfræðingur og Borgarskipulag hafa sýnt fram á að fjöldi bílastæða sé fullnægjandi gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir við erindið enda fái nefndin að fylgjast með framvindu málsins, einkum hvað varðar fyrirkomulag og útlit bílastæða.