Mosavegur 15
Skjalnúmer : 9614
22. fundur 1995
Borgarholtsskóli, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags.20.9.95 varðandi bréf byggingarnefndar Borgarholtsskóla frá 13.9.95 þar sem óskað er eftir að skólanum verði tryggð afnot af viðbótarlóð.
25. fundur 1994
Borgarholtsskóli, skólalóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.11.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 21.11.94 um afmörkun skólalóðar í Borgarholti II.
24. fundur 1994
Borgarholtsskóli, skólalóð
Lagt fram bréf Skólaskrifstofu Reykjavíkur dags. 18.11.94 varðandi afmörkun skólalóðar í Engjahverfi, samkv. tillöguuppdráttum Borgarskipulags, dags. 15.11.1994.
Samþykkt.
19. fundur 1994
Borgarholtsskóli,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs á bókun skipulagsnefndar frá 22.08.1994 um fjölbrautarskólann í Borgarholti
18. fundur 1994
Borgarholtsskóli,
Lagt fram erindi Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar arkitekta, f.h. byggingarnefndar Borgarholtsskóla, dags. 15.8.94, ásamt greinargerð sömu aðila, dags. 15.8.94 og uppdráttum dags. 15.8.94.
Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Skipulagsnefnd samþykkti erindið samhljóða, en óskaði eftir að athugað verði með frekari gróður á lóð og tengingar yfir á lóð verslunarmiðstöðvar.
8. fundur 1994
Borgarholtsskóli, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.03.94 á bókun skipulagsnefndar frá 07.03.1994 um afmörkun lóðar Borgarholtsskóla.
6. fundur 1994
Borgarholtsskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um afmörkun lóðar og skilmálar fyrir fjölbrautaskóla í Borgarholti, dags. 2.3.94.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarafmörkunina og skilmálana, enda er gert ráð fyrir að stærð húss á lóðinni verði u.þ.b. 10.000 m2 og fjöldi nemenda um 1.000.