Skeifan 11D

Skjalnúmer : 9446

15. fundur 1997
Skeifan 11D, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.04.97, varðandi viðbyggingu úr gleri og áli við húsið nr. 11D við Skeifuna, samkv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. 01.04.97. Einnig lagt fram bréf Björns Skaftasonar arkitekts, dags. 28.04.97 og samþykki eigenda fyrirtækja í Skeifunni 11D, mótt. 14.04.97 og samþykkti stjórnar Iðngarða ehf, dags. 18.04.97.

Samþykkt

9. fundur 1997
Skeifan 11D, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.04.97, varðandi viðbyggingu úr gleri og áli við húsið nr. 11D við Skeifuna, samkv. uppdr. Atelier Arkitekta, dags. 01.04.97. Ennfremur lagt fram bréf Björns Skaptasonar dags. 28.4.97. Frestað.
Skipulags- og umferðarnefnd felur Borgarskipulagi að endurskoða skipulag Skeifusvæðisins hvað varðar bílastæðamál, bílastæðakröfur sem og aksturs- og gönguleiðir. Tillögurnar verði unnar í samráði við stjórn Iðngarða.