Hringbraut - Hofsvallagata
Skjalnúmer : 7868
16. fundur 2000
Hringbraut,
Kynnt tillaga VST að legu Hringbrautar, dags. júní 2000.
26. fundur 1999
Hringbraut,
Lögð fram til kynningar tillaga Reykjavíkurborgar að færslu Hringbrautar, dags. í des. 1999. Einnig lagt fram samkomulag milli ríkisstjórnar og Ríkisspítala, dags. í desember 1998, um færslu Hringbrautar.
Lagt fram bréf Stefáns Matthíassonar f.h. íbúa í Þingholtunum, dags. 20.07.99, bréf stjórnar Samtaka um betri byggð, dags. 18.08.99, varðandi fyrirhugaðan flutning Hringbrautar. Ennfremur lagt fram bréf H.Í., dags. 18.08.99.
Ólafur Bjarnason kynnti málið.
18. fundur 1998
Hringbraut,
Samþykkt svofelld leiðrétting á bókun nefndarinnar frá 7.9.98 (mál nr. 458.98).
#Borgarráð hefur f.h. Reykjavíkurborgar samþykkt forsendur að samkomulagi um færslu Hringbrautar.Ýmsar aðstæður eru breyttar frá því að fyrri tillögur að útfærslu voru hannaðar s.s.: Hlíðarfótur lagður niður sem umferðargata, tillögur að breyttu deiliskipulagi flugvallar liggja fyrir, í vinnslu er deiliskipulag fyrir Landspítalalóð með breyttum áherslum og drög að þróunaráætlun fyrir miðborgina liggja fyrir. Í ljósi þessa og að skipulagsnefnd samkvæmt skipulagsreglugerð á að fjalla um umsóknir um framkvæmdaleyfi er lögð áhersla á að skipulags- og umferðarnefnd fylgist með nýrri hönnun brautanna og að náið samstarf verði milli embættis borgarverkfræðings og Borgarskipulags um útfærslu, legu og endanlegt útlit mannvirkisins sem liggur að miðborginni, viðkvæmri íbúðabyggð og Hljómskálagarðinum.#
17. fundur 1998
Hringbraut,
Formaður lagði fram svofellda bókun:
#Borgarráð hefur f.h. Reykjavíkurborgar samþykkt forsendur að samkomulagi um færslu Hringbrautar.Ýmsar aðstæður eru breyttar frá því að fyrri tillögur að útfærslu voru hannaðar s.s.: Hlíðarfótur lagður niður sem umferðargata, tillögur að breyttu deiliskipulagi flugvallar liggja fyrir, í vinnslu er deiliskipulag fyrir Landspítalalóð með breyttum áherslum og drög að þróunaráætlun fyrir miðborgina liggja fyrir. Í ljósi þessa er lögð áhersla á að skipulags- og umferðarnefnd fylgist með nýrri hönnun brautanna og að náið samstarf verði milli embættis borgarverkfræðings og Borgarskipulags um útfærslu, legu og endanlegt útlit mannvirkisins sem liggur að miðborginni, viðkvæmri íbúðabyggð og Hljómskálagarðinum.#