Kirkjugarðsstígur 8

Skjalnúmer : 7816

11. fundur 1994
Kirkjugarðsstígur 8, kvistir
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs dags. 4.5.1994, þar sem fram kemur að á fundi borgarráðs 03.05.1994 hafi verið samþykkt eftirfarandi tillaga varðandi Kirkjugarðsstíg 8: "Borgarráð fellst á að settir verði kvistir á húsið, með því skilyrði þó, að þeir verði með mænisþaki og álíka þakhalla og aðrir þakkvistir í þessu hverfi. Framhlið kvistsins verði í beinu framhaldi af útvegg."


9. fundur 1994
Kirkjugarðsstígur 8, kvistir
Lagt fram að nýju bréf Smára Arnarssonar, dags. 22.3.94, varðandi byggingu kvista á hús nr. 8 við Kirkjugarðsstíg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgið, dags. 7.4.94. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 22.3.94, athugasemdir nágranna vegna kynningar og umsögn Borgarskipulags, dags. 20.4.94.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með 4 atkv. gegn 1 (G.J. á móti).
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Í sjálfu sér er ég ekki andvíg því að kvistir verði settir á húsið. Hins vegar er sú útfærsla sem hér er sýnd afleit og engan veginn í samræmi við mjög fína staðsetningu hússins í grónu (Þéttu) umhevrfi. Tekið skal fram að auðvelt er að leysa útlit hússins svo vel sé, ef vilji er fyrir hendi. Ég get ekki samþykkt þetta mál eins og það liggur fyrir."


8. fundur 1994
Kirkjugarðsstígur 8, kvistir
Lagt fram að nýju bréf Smára Arnarssonar, dags. 22.3.94, varðandi byggingu kvista á hús nr. 8 við Kirkjugarðsstíg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgið, dags. 7.4.94. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 22.3.94.

Frestað. Erindið verði kynnt fyrir nágrönnum.

7. fundur 1994
Kirkjugarðsstígur 8, kvistir
Lagt fram bréf Smára Arnarssonar, dags. 22.3.94, varðandi byggingu kvista á hús nr. 8 við Kirkjugarðsstíg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgið, dags. 21.3.94. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 22.3.94.

Frestað.
Hafa skal samráð við Borgarskipulag um útfærslu kvista.


4. fundur 1994
Kirkjugarðsstígur 8, viðbygging
Lagt fram bréf Smára Arnarssonar, dags. 17.2.94, um viðbyggingu að Kirkjugarðsstíg 8, samkv. uppdr. Teiknist. Torgið, dags. 9.12.93.

Synjað með vísan til afgreiðslu byggingarnefndar á erindinu.