Reynisvatnsland 50
Skjalnúmer : 7654
17. fundur 1998
Reynisvatnsland 50, frístundahús
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.8.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. júní um Reynisvatnsland 50, frístundahús.
14. fundur 1998
Reynisvatnsland 50, frístundahús
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 16.04.98, varðandi leyfi fyrir áður byggðu frístundahúsi í Reynisvatnslandi nr. 50, ásamt uppdr. Vatnars Viðarssonar, dags. 28.08.97. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 13.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á erindið þar sem landið sem um ræðir er utan framtíðarbyggðarsvæðis Reykjavíkur en með eftirfarandi skilyrðum. Brottflutningskvöð hvíli á húsinu. Húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar annað verði ákveðið. Húsið verði aðeins nýtt sem sumarbústaður en ekki til heilsársbúsetu.
Fyrirvari er gerður um samþykki heilbrigðis- og umhverfisnefndar.
11. fundur 1998
Reynisvatnsland 50, frístundahús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 16.04.98, varðandi leyfi fyrir áður byggðu frístundahúsi í Reynisvatnslandi nr. 50, ásamt uppdr. Vatnars Viðarssonar, dags. 28.08.97. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 13.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun:
#Hægt er að fallast á erindið þar sem landið sem um ræðir er utan framtíðarbyggðarsvæðis Reykjavíkur en með eftrfarandi skilyrðum: Brottflutningskvöð hvíli á húsinu. Húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar annað verði ákveðið. Húsið verði aðeins nýtt sem sumarbústaður en ekki til heilsársbúsetu.#
Vísað til umhverfismálaráðs.