Veðurfarskönnun

Skjalnúmer : 7096

7. fundur 1998
Veðurfarskönnun,
SKUM 09.03.98: Eftirfarandi tillaga formanns skipulags- og umferðarnefndar samþykkt samhljóða:
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela Borgarskipulagi í samvinnu við borgarverkfræðing að láta hefja ítarlega veðurfarskönnun á framtíðarbyggðasvæðum borgarinnar frá Geldinganesi og upp á Kjalarnes. Jafnframt verði haldið áfram náttúrufarskönnunum í samvinnu við náttúrufræðistofnun. Tilgangurinn verði að skapa trúverðuga mynd af staðbundnu veður- og náttúrufari svæðanna sem grundvöll að skipulagsvinnu svæðanna frá fyrstu stigum hennar. Slík náttúru- og veðurfarskönnun er jafnframt góður grunnur að staðsetningu trjábelta til skjólmyndunar á svæðunum. Áætlun um þessa vinnu verði kynnt nánar í skipulags- og umferðarnefnd."


6. fundur 1998
Veðurfarskönnun,
Eftirfarandi tillaga formanns skipulags- og umferðarnefndar samþykkt samhljóða:
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela Borgarskipulagi í samvinnu við borgarverkfræðing að láta hefja ítarlega veðurfarskönnun á framtíðarbyggðasvæðum borgarinnar frá Geldinganesi og upp á Kjalarnes. Jafnframt verði haldið áfram náttúrufarskönnunum í samvinnu við náttúrufræðistofnun. Tilgangurinn verði að skapa trúverðuga mynd af staðbundnu veður- og náttúrufari svæðanna sem grundvöll að skipulagsvinnu svæðanna frá fyrstu stigum hennar. Slík náttúru- og veðurfarskönnun er jafnframt góður grunnur að staðsetningu trjábelta til skjólmyndunar á svæðunum. Áætlun um þessa vinnu verði kynnt nánar í skipulags- og umferðarnefnd."