Skildinganes 50
Skjalnúmer : 6498
11. fundur 1999
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um nýbyggingu að Skildinganesi 50.
9. fundur 1999
Skildinganes 50, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 25.01.99, varðandi heimild til að rífa núverandi einbýlishús og byggja nýtt á lóðinni Skildinganes 50, samkv. uppdr. sama, dags. 20.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.02.99. Málið var í kynningu frá 12. febr. til 15. mars 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt
3. fundur 1999
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 25.01.99, varðandi heimild til að rífa núverandi einbýlishús og byggja nýtt á lóðinni Skildinganes 50, samkv. uppdr. sama, dags. 20.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.02.99.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi 31, 33, 35, 48 og 52, sem óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26 gr.
26. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lögð fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 12.11.98 og 02.12.98, varðandi breytingar á húsi að Skildinganesi 50. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20.10.98, br. 02.12.98 við athugasemdir og svar Borgarskipulags vegna ítrekunar, dags. 02.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd leggst ekki gegn niðurrifi hússins. Vinna skal skipulagsskilmála fyrir lóðina. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í nefndinni óskuðu bókað:
#Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er í kafla um húsvernd eitt af markmiðunum að stuðla skuli að verndun og varðveislu þess menningarsögulega arfs sem fólginn er í merkum byggingum fyrri tíðar.
Í umsögn Árbæjarsafns 6.8.1998 er m.a. bent á mikilvægi þess að viðhalda hinu sögulega samhengi í reykvískri byggingarlist og er húsið Skildinganes 50 talið ágætt dæmi um framsækna hönnun á 6. áratug aldarinnar.
Samkvæmt áliti borgarlögmanns er skipulagsyfirvöldum ekki talið stætt á að synja niðurrifi. Engu að síður telur skipulags- og umferðarnefnd að rétt hefði verið að rífa ekki húsið og lýsir vonbrigðum sínum á að eigendur hússins skuli fara þessa leið. Skipulags- og umferðarnefnd tekur jafnframt undir þær athugasemdir nágranna að veruleg eftirsjá sé eftir þessari byggingu í umhverfinu verði hún rifin.#
25. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 12.11.98 varðandi breytingar á húsi að Skildinganesi 50.
Borgarskipulagi falið að gera drög að svari við erindinu.
23. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98 og umsagnir Borgarskipulags dags. 15.06.98 og 20.10.98. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98, bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 29.08.98 og bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 04.09.98. Málið var í kynningu frá 17.09. til 16.10.98. Fjórar athugasemdir bárust: bréf Karólínu Hlíðdal og Jóhannesar Þórðarsonar, dags. 05.10.98, Sigurðar Helgasonar, dags. 10.10.98, Þóru Steingrímsdóttur og Sigurðar Þorgrímssonar, dags. 12.10.98 og KPMG Lögmanna ehf, dags. 16.10.98.
Frestað
18. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98, umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98, umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98 og bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 29.08.98. Einnig lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, dags. 04.09.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi nr. 31, 33, 35, 48 og 52 sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997, enda er upplýst að húsið sem sótt er um leyfi fyrir, samræmist ekki í öllum atriðum gildandi deiliskipulagi.
17. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98 Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98 og bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 29.08.98.
Frestað.
16. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 06.08.98.
Frestað vísað í umsögn Árbæjarsafns.
14. fundur 1998
Skildinganes 50, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.98, varðandi niðurrif að hluta, viðbyggingu og breytingar á húsinu á lóðinni nr. 50 við Skildinganes, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 03.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 15.06.98.
Samþykkt að óska eftir umsögn Árbæjarsafns um húsið.