Tryggvagata 17, Hafnarhúsið
Skjalnúmer : 5658
23. fundur 1998
Tryggvagata 17, Hafnarhúsið, Listasafn Reykjavíkur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 09.10.98, varðandi breytingu á gluggasetningu og byggingu skyggnis við aðalinngang Listasafns Reykjavíkur, samkv. uppdr. Studio Granda, dags. í janúar 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.10.98 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.10.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið með 3 samhljóða atkv. (Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá). Inga Jóna Þórðardóttir óskaði bókað: "Þar sem ekki hefur verið orðið við ósk minni um að fresta málinu milli funda, sit ég hjá."