Bakkastaðir 99
Skjalnúmer : 5468
3. fundur 1999
Bakkastaðir 99, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um nýbyggingu að Bakkastöðum 99.
2. fundur 1999
Bakkastaðir 99, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 99 við Bakkastaði, samkv. uppdr. Birgis Teitssonar arkitekts, dags. 30.10.98, síðast br. 05.01.99. Einnig lagt fram bréf sama, dags. 17.11.98 ásamt sneiðmynd, dags. 16.11.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 18.11.98. Lagt fram athugasemdabréf lóðarhafa við Bakkastaði 97, dags. 18.12.98 og bréf sama, dags. 07.01.99. Málið var í kynningu frá 2. des. til 30. des. 1998. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.01.99.
Umsögn Borgarskipulags samþykkt.
25. fundur 1998
Bakkastaðir 99, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 99 við Bakkastaði, samkv. uppdr. Birgis Teitssonar arkitekts, dags. 30.10.98. Einnig lagt fram bréf sama, dags. 17.11.98 ásamt sneiðmynd, dags. 16.11.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 18.11.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Bakkastöðum 81-85, 97 og 101.