Ásgarður 18-24A
Verknúmer : BN058201
1086. fundur 2020
Ásgarður 18-24A, Svalalokun - klæðning
Sótt er um leyfi til að setja svalalokanir á allar íbúðir, með hertu gleri sem opnast 85% og klæða hluta af austurgafli með sléttri álklæðningu á húsi nr. 18-20 á lóð nr. 18-24A við Ásgarð.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar, dags. 16 september 2020 .
Gjald kr. 11.200
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.