Urðarbrunnur 50-56
Verknúmer : BN057453
1062. fundur 2020
Urðarbrunnur 50-56, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með fjórum íbúðum á lóð nr. 50 við Urðarbrunn.
Stærðir:
A- rými: 500.1 ferm., 1.584.1 rúmm.
B- rými: 20.0 ferm., 29,1 rúmm.
Nýtingarhlutfall : 0.78.
Erindi fylgir hæðablað 5.053.4. útgáfa B3 dags. janúar 2020, lóðauppdráttur 5.053.4 dags. 28. janúar 2019 og A3 teikning A-AH-001, tillaga að skipulagi íbúða neðri hæðar búðir með tilliti til algildrar hönnunar.
Gjald kr. 11.200
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.