Arnarhlíð 2C
Verknúmer : BN056829
1041. fundur 2019
Arnarhlíð 2C, Lóðaruppdráttur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar, Arnarhlíðar 2, bæta þremur djúpgámalóðum við lóðina, gera þær að lóðaskikum, og að lokum að færa lóðaskikana og breyta stærð þeirra, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem eru dagsettir 21.10.2019.
Lóðin Arnarhlíð 2A (staðgr. 1.629.503, L223262) er 21 m².
Lóðin verður sameinuð Arnarhlíð 2 (staðgr. 1.629.502, L220839), hún verður að lóðaskika og fær staðfangið Fálkahlíð 1A.
Lóðin Arnarhlíð 2B (staðgr. 1.629.504, L223263) er 21 m².
Lóðin verður sameinuð Arnarhlíð 2 (staðgr. 1.629.502, L220839), hún verður að lóðaskika og fær staðfangið Valshlíð 12A.
Lóðin Arnarhlíð 2C (staðgr. 1.629.505, L223264) er 42 m².
Lóðin verður sameinuð Arnarhlíð 2 (staðgr. 1.629.502, L220839), hún verður að lóðaskika og fær staðfangið Smyrilshlíð 13A.
Lóðin Arnarhlíð 2 (staðgr. 1.629.502, L220839) er 6655 m².
Bætt 164 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L221448).
Teknir 142 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið.
Lóðinni Arnarhlíð 2A (staðgr. 1.629.503, L223262), sem er 21 m² að stærð, er bætt við lóðina og gerð að lóðaskika, skikinn er færður og bætt er við hann 6,5 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448). Skikinn fær staðfangið Fálkahlíð 1A.
Lóðinni Arnarhlíð 2B (staðgr. 1.629.504, L223263), sem er 21 m² að stærð, er bætt við lóðina og gerð að lóðaskika, skikinn er færður og bætt er við hann 6,5 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448). Skikinn fær staðfangið Valshlíð 12A.
Lóðinni Arnarhlíð 2C (staðgr. 1.629.505, L223264), sem er 42 m² að stærð, er bætt við lóðina og gerð að lóðaskika, skikinn er færður og tekið er af honum 14,5 m² og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Skikinn fær staðfangið Smyrilshlíð 13A.
Leiðrétt um -0,5 m² vegna fermetrabrota.
Lóðin Arnarhlíð 2 (staðgr. 1.629.502, L220839) verður 6759 m². og samanstendur af lóðinni Arnarhlíð 2 sem er 6677 m² og lóðaskikunum, Fálkahlíð 1A sem er 27,5 m², Valshlíð 12A sem er 27,5 m² og Smyrilshlíð 13A sem er 27,5 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05.11.2014, samþykkt í borgarráði þann 02.12.2014 og auglýsta í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.01.2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.