Hverfisgata 40
Verknúmer : BN056229
1022. fundur 2019
Hverfisgata 40, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051112 með því að fella út vindbrjóta á 5. hæð norðanmegin, færa heita potta inn á þaksvalir, breyta handriðum, svölum, gluggapóstum og rýmisnúmerum ásamt minni háttar breytingum á innra skipulagi v/lokaúttektar í íbúðar- og atvinnuhúsum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir A3 sett með yfirliti yfir breytingar og brunahönnun frá EFLU uppfærð í maí 2019.
Stækkun: 2 ferm., 106,1 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
1021. fundur 2019
Hverfisgata 40, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051112 með því að fella út vindbrjóta á 5. hæð norðanmegin, færa heita potta inn á þaksvalir, breyta handriðum, svölum, gluggapóstum og rýmisnúmerum ásamt minni háttar breytingum á innra skipulagi v/lokaúttektar í íbúðar- og atvinnuhúsum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir A3 sett með yfirliti yfir breytingar og brunahönnun frá EFLU uppfærð í maí 2019.
Stækkun: 2 ferm., 106,1 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.