Brautarholt 20
Verknúmer : BN056161
1022. fundur 2019
Brautarholt 20, Breyting utanhúss og bætt við einni hæð
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð ofaná hús og innrétta 42 íbúðir á 2. - 5. hæð, stækka glugga, koma fyrir svölum, byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur sem verða sameiginlegar með húsi nr. 18 á baklóð húss á lóð nr. 20 við Brautarholt.
Erindi fylgir bréf hönnuða um skipulagsforsendur dags. 4. janúar 2018 og minnisblað um brunamál dags. 19. febrúar 2018.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, mhl. 01: 2.768,5 ferm., 9.829,2 rúmm.
Mhl. 02: 41,4 ferm., 123,3 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.