Snorrabraut 83

Verknúmer : BN055278

991. fundur 2018
Snorrabraut 83, Leiðrétting á samþ. erindi BN054964 og BN055237
Leiðrétt bókun erindis BN054964 sem samþykkt var 18. september 2018 þar sem erindislýsing var ekki rétt skráð:

Eldri texti: Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili í flokki II, tegund d) gistiskáli fyrir 24 gesti ásamt áður gerðum breytingum og breytingu úr brunaflokki 3 í 4, einnig er sótt um nýjar svalir á suðurhlið 1. hæðar við hús nr. 83 við Snorrabraut.

Nýr texti: Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund d í íbúð 0001, 0101 og 0201, nýjum svölum á 1. hæð og áður gerðum breytingum í kjallara og risi húss nr. 83 við Snorrabraut.

Í bókun erindis BN055237 sem samþykkt var 25. september 2018 féll út eftirfarandi texti:
Skilyrt er að ný samþykkt eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir áður en byggingarleyfi verður gefið út og henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt og að lokaúttekt byggingarfulltrúa er áskilin. Þessum texta er bætt við aftur í samræmi við bókun BN054964.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.