Háaleitisbraut 13

Verknúmer : BN055277

991. fundur 2018
Háaleitisbraut 13, Leiðrétting á samþ. erindi BN054044 og BN055235
Bókun 18. september 2018:
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 13 við Háaleitisbraut.
Bréf hönnuðar um skiptingu eigna dags. 8. janúar 2018, samþykki meðeigenda dags. 18 janúar 2018 fylgir. Gjald kr. 11.000
Bókun 25. september 2018
Leiðrétting á bókun erindis BN054044 sem samþykkt var 23. janúar 2018.
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 13 við Háaleitisbraut.
Bréf hönnuðar um skiptingu eigna dags. 8. janúar 2018, samþykki meðeigenda dags. 18 janúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Bókun 2. október 2018:
Leiðrétting á bókunum BN054044, samþykktu 18. september 2018, og BN055235, samþykktu 25. september 2018, felst í því að texti um áskilda lokaúttekt byggingarfulltrúa á að fella niður sem og textann "..sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis" í setningunni um skilyrta nýja eignaskiptayfirlýsingu. Í leiðréttingu bókunar BN055235 féll allur texti út og því er texti um skilyrta, samþykkta og þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu, settur inn aftur í samræmi við bókun erindis BN054044. Samantekt: Krafa um útgáfu byggingarleyfis og lokaúttekt byggingarfulltrúa er felld niður en áfram verður krafa um þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst til að samþykktin öðlist gildi.