Sólheimar 23

Verknúmer : BN054698

1047. fundur 2019
Sólheimar 23, Breyta útliti á áður samþ.erindi BN049212
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum og að sameina byggingarleyfisumsóknir BN049212, BN050475 og BN052221 í eina fyrir allar húshliðar þar sem gildistími áforma þeirra er fallinn úr gildi án útgáfu byggingarleyfis í húsinu á lóð nr. 23 við Sólheima.
Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 11. apríl 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


974. fundur 2018
Sólheimar 23, Breyta útliti á áður samþ.erindi BN049212
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049212 þannig að hætt er að hafa veltiglugga á öllum hliðum og í staðinn er settir gluggar með lóðréttum pósta og fag í svefnherbergi, eldhús og kjallaragluggum.
Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 11. apríl 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000

Frestað.
Vísað til athugasemda.