Þjónustum./Esjurætur
Verknúmer : BN053190
932. fundur 2017
Þjónustum./Esjurætur, Lóðaruppdráttur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Mógilsárvegar 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) og til að stofna nýja lóð (staðgr. 34.176.802) við Mógilsárveg samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 10. 07. 2017.
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) er 1707 m²
Teknir -145 af lóðinni og bætt við jörðina Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 356 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 659 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) verður 2577 m²
Ný lóð Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802)
Nýja lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) er stofnuð með 1608 m² framlagi frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) verður 1608 m² og fær landnúmer og lóðanúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Í Þjóðskrá Ísland er jörðin Mógilsá ( landnr. 125733) skráð 0 m² sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 03.05. 2017, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19. 05. 2017.
Sjá einnig meðfylgjandi póst frá Ríkiseignum frá 16.03.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.