Klapparstígur 29A

Verknúmer : BN050814

868. fundur 2016
Klapparstígur 29A, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.
Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.
Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru 75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.
Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru 288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.
Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.
Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru 374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.
Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru 375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.
Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru 250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.
Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,
lóðin reynist 349 m², teknir eru 349 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.
Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m² af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².
Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.