Lágmúli 7
Verknúmer : BN050636
863. fundur 2016
Lágmúli 7, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á "Lóðauppdrætti 1.261.3" þ.e. af lóðunum Lágmúla 5, Lágmúla 5 A, Lágmúla 7 og Lágmúla 9, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 11. 2. 2016.
Lóðin Lágmúli 9 (staðgr. 1.261.303, landnr. 103509) er 4502 m², og verður óbreytt.
Lóðin Lágmúli 7 (staðgr. 1.261.302, landnr. 103508) er 4338 m², og verður óbreytt.
Lóðin Lágmúli 5 (staðgr. 1.261.301, landnr. 103507) er sögð 4410 m² í skrám (Þjóðskrá Íslands), en er nú orðin 4889 m² samanber lóðamarkabreytingu sem samþykkt var í byggingarnefnd 9. 6.1977 og þinglýsta yfirlýsingu nr 411-I-37021 við lóðaleigusamning þinglýst skjal nr 411-F-16240, lóðin Lágmúli 5 verður 4889 m².
Ný lóð Lágmúli 5A (staðgr. 1.261.307, landnr. 223986), bílastæðalóð fyrir Lágmúla 5, verður 644 m², samanber lóðamarkabreytingu sem samþykkt var í byggingarnefnd 9. 6. 1977 og þinglýsta yfirlýsingu nr 411-I-37021 við lóðaleigusamning þinglýst skjal nr 411-F-16240
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 09. 03. 2005, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 05. 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.