Tjarnargata 36

Verknúmer : BN050227

850. fundur 2015
Tjarnargata 36, Breytingar - utandyra
Sótt er um leyfi til að breyta þaki á forstofu og einangra að utan, breyta aðaltröppum og endurgera svalir á 1. hæð til suðurs ásamt nýjum tröppum af svölum og steyptum lágum vegg að götu í stað núverandi grindverks, einnig er óskað eftir að lækka skorsteina um 50 cm og breyta lítillega innanhúss, jafnframt er erindi BN048685 sem sýnir stækkun og breytingar í kjallara dregið til baka fyrir hús á lóð nr. 36 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.