Laugarásvegur
Verknúmer : BN050179
849. fundur 2015
Laugarásvegur, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að fella niður lóð nefnda Laugarásvegur, notkun opið svæði, landnúmer 104821 og í öðru lagi til að stækka lóðina Laugarásvegur 29-37 bílageymslulóð, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 30. 10. 2015.
Lóðin Laugarásvegur (staðgr. 1.382.108, landnr. 104821) er talin 4250,0 m², teknir eru 4250 m² af lóðinni og lagt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 0 m², hverfur og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Laugarásvegur 29-37, bílageymslulóð (staðgr. 1.382.115, landnr. 104828) er 220 m², teknir eru 41m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 134 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 314 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. 03. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 08. 04. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.