Barónsstígur 33
Verknúmer : BN050173
852. fundur 2015
Barónsstígur 33, Reyndarteikningar (br.BN036134)
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN036134 vegna lokaúttektar þar sem kemur fram að ekki hafa verið settar upp svalir í íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
851. fundur 2015
Barónsstígur 33, Reyndarteikningar (br.BN036134)
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN036134 vegna lokaúttektar þar sem kemur fram að ekki hefur verið settar uppsvalir í íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.