Laugavegur 70
Verknúmer : BN049341
825. fundur 2015
Laugavegur 70, Leiðrétt bókun
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 28. apríl sl. var samþykkt að:
"...endurbyggja og lyfta húsi, byggja nýja jarðhæð úr steinsteypu og byggja viðbyggingu á þremur hæðum sunnan og austan húss og til að innrétta verslun á jarðhæð og níu hótelherbergi og tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Stækkun: 296,5 ferm., xx rúmm."
Átti að vera:
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og lyfta húsi, byggja nýja jarðhæð úr steinsteypu og byggja viðbyggingu á þremur hæðum sunnan og austan húss og til að innrétta verslun á jarðhæð og níu hótelherbergi og tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Erindi fylgja umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og varmatapsútreikningur ódagsettur ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015.
Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands um verkteikningar dags. 16. apríl 2015.
Stækkun: 462,4 ferm., 1.693,7 rúmm.
Greiða skal fyrir 9 bílastæði í flokki II.
Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.