Stórhöfði 34-40

Verknúmer : BN048825

813. fundur 2015
Stórhöfði 34-40, Mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík til að skipta upp lóðinni Stórhöfða 34-40 (staðgr. 4.073.101, landnr. 110547), þannig að ný lóð verði til úr hluta hennar en að öðru leyti verði lóðin óbreytt, eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 14.01.2015. Lóðin Stórhöfði 34-40 (staðgr. 4.073.101, landnr. 110547) er talin í skrám 6,0 ha, lóðin reynist 62116 ferm. sbr. þinglýst skjal 411-A-025695/2003.
Hin nýja lóð, tekin úr Stórhöfða 34-40, nefnd Stórhöfði 40B (staðgr. 4.073.402, landnr. 221627) verður 7934 ferm.
Lóðin Stórhöfði 34-40 verður eftir uppskiptinguna 54182 ferm.
Gert, hvað nýju lóðina (staðgr. 4.073.402), samkvæmt deiliskipulagi samþykktu í skipulagsnefnd 24.06.2002, í borgarráði 02.07.2002 og auglýst í B-deld Stjórnartíðinda 14.08.2002.
Hvað varðar eftirstöðvar lóðarinnar Stórhöfða 34-40 (staðgr. 4.073.101) verður sá hluti lóðarinnar áfram óskiptur, þ.e.a.s. heildarlóðinni er ekki skipt upp að fullu samkvæmt gildandi deiliskipulagi, heldur er einungis ein lóðanna tekin út, þ.e. hin nýja lóð (staðgr. 4.073.402).

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.