Hverfisgata 61
Verknúmer : BN048334
796. fundur 2014
Hverfisgata 61, Niðurrif/flutningur
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi er fyrir flutning og niðurrif húsa á lóð að Hverfisgötu 61 sbr. byggingarleyfisumsókn BN044976 sem samþykkt var þann 23.09 2014.
Stærðir matshluta vegna niðurrifs og flutnings af lóð er 157,4 ferm. og 347,0 rúmm. fyrir matshluta 01 sem fluttur verður af lóð, 252,8 ferm. og 679,0 rúmm. fyrir matshluta 02 sem verður rifinn og 58,8 ferm. og 172,0 rúmm. fyrir matshluta 03 sem verður rifinn. Samtals niðurrif og flutningur: 469,0 ferm. og 1198 rúmm.
01 0101 - Íbúð 48,1 ferm. (1915) - flutt af lóð
01 0201 - Íbúð 47,5 ferm. (1915) - flutt af lóð
02 0001 - Vörugeymsla (1945) - niðurrif
02 0101 - Verslun (1945) - niðurrif
02 0102 - Vörugeymsla (1945) - niðurrif
03 0101 - Geymsla (1927) - niðurrif
Þar sem um er að ræða flutning af lóð og afskráningu í fasteignaskrá þarf upplýsingar á hvaða lóð hús mun verða flutt á vegna skráningar sem og fyrirliggjandi samþykki fyrir stöðu þess innan lóðar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.