Reykjavíkurvegur 35
Verknúmer : BN047765
784. fundur 2014
Reykjavíkurvegur 35, Bílskúr - færsla á byggingareit
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 35 við Reykjavikurveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. júní 2014 fylgir erindinu. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní til og með 14. júlí 2014 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 18. og 24. júní 2014 er erindið lagt fram að nýju. Lagður fram uppdráttur dags. 26. maí 2014 með undirrituðu samþykki hagsmunaaðila, móttekið 18. júní 2014. Jafnframt lagður fram tölvupóstur dags. 24. júní frá Andra Björnssyni og tölvupóstur frá Katrínu Kristjánsdóttur dags. sama dag, þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við erindið. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 18. júní 2014 þar sem lýst er yfir að samþykki allra hagsmunaaðila liggi fyrir erindinu.
Stærð: 44,7 ferm., 165,8 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
497. fundur 2014
Reykjavíkurvegur 35, Bílskúr - færsla á byggingareit
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 35 við Reykjavikurveg. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní til og með 14. júlí 2014 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 18. og 24. júní 2014 er erindið lagt fram að nýju. Lagður fram uppdráttur dags. 26. maí 2014 með undirrituðu samþykki hagsmunaaðila, móttekið 18. júní 2014. Jafnframt lagður fram tölvupóstur dags. 24. júní frá Andra Björnssyni og tölvupóstur frá Katrínu Kristjánsdóttur dags. sama dag, þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við erindið. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 18. júní 2014 þar sem lýst er yfir að samþykki allra hagsmunaaðila liggi fyrir erindinu.
Stærð: 44,7 ferm., 166 rúmm. Gjald kr. 9.500
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
494. fundur 2014
Reykjavíkurvegur 35, Bílskúr - færsla á byggingareit
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júní 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 35 við Reykjavikurveg.
Stærð: 44,7 ferm., 166 rúmm. Gjald kr. 9.500
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Reykjavíkurvegi 31 og 33 og Hörpugötu 1 og 3.
781. fundur 2014
Reykjavíkurvegur 35, Bílskúr - færsla á byggingareit
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 35 við Reykjavikurveg.
Stærð: 44,7 ferm., 166 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 26. maí 2014.