Ofanleiti 2

Verknúmer : BN046479

747. fundur 2013
Ofanleiti 2, Sameina mhl 01 og 02 sbr. BN045945
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og 1. hæð, koma fyrir sorpgeymslu og hringstiga, breyta innra skipulagi eldhúss, koma fyrir vörumóttökuhurð á vesturhlið, nýrri hurð á vesturhlið, nýjum inngangi á norðurhlið og til að gera minni háttar breytingar á innra skipulagi 5. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf hönnuðar dags. 27. ágúst 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. september 2013 fylgir erindi.
Stækkun : 43,2 ferm., 136,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


745. fundur 2013
Ofanleiti 2, Sameina mhl 01 og 02 sbr. BN045945
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01 og 02 í mhl. 01, byggja við húsið á 1. hæð og koma þar fyrir sorpgeymslu, byggja við kjallarann til að koma fyrir hringstiga svo hægt verður að komast frá 1. hæð, breyta fyrirkomulagi eldhúss í 1. hæð, koma fyrir vörumóttökuhurð á vesturhlið og nýrri hurð starfsmannafélags rými á vesturhlið og nýjum inngangi er komið fyrir á norðurhlið svo og smávægilegum breytingum eru gerðar á innra fyrirkomulagi 5. hæðar hússins á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf hönnuðar dags. 27. ágúst 2013 fylgir.
Stækkun : 43,2 ferm., 136,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.