Heiðargerði 16

Verknúmer : BN045827

727. fundur 2013
Heiðargerði 16, (fsp) - Viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að breyta deiliskipulagi til að rúma viðbyggingu til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2013.

Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2013.


439. fundur 2013
Heiðargerði 16, (fsp) - Viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka viðbyggingu út fyrir byggingarreit eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2013.

Ekki er heimilt að fara út fyrir byggingarreit án breytingar á deiliskipulagi. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2013. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

438. fundur 2013
Heiðargerði 16, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að að stækka viðbyggingu út fyrir byggingarreit eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

725. fundur 2013
Heiðargerði 16, (fsp) - Viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að breyta deiliskipulagi til að rúma viðbyggingu til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.