Stakkholt 2-4

Verknúmer : BN045729

722. fundur 2013
Stakkholt 2-4, takmarkað byggingarleyfi
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöðum og botnplötu fyrir húsið á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt sbr. erindi BN045197 sem samþykkt var 12.02 2013. Hönnunaráætlun fylgir þar sem fram kemur að fullnaðarhönnun verði lokið fyrir júní sem og yfirlýsing um að framkvæmdir við einstaka verkþætti muni ekki hefjast fyrr en samþykktir uppdrættir af verkþáttum liggi fyrir.


Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.