Lækjarmelur 1-9

Verknúmer : BN045725

722. fundur 2013
Lækjarmelur 1-9, mæliblað (nr. 1)
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Lækjarmelur 1 (staðgr. 34.532.101, landnr. 197700), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 5. 3. 2013.
Lóðin Lækjarmelur 1 (staðgr. 34.532.101, landnr. 197700) er 32900 m²,
fjórir skikar (809 + 126 + 250 + 81 = 1266 m²) samtals 1266 m² teknir af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), fjórir skikar (48 + 318 + 366 + 1947 = 2679 m²) samtals 2679m², teknir úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) og bætt við lóðina, leiðrétt vegna fermetrabrota -1 m². Lóðin Lækjarmelur 1-9 (staðgr. 34.532.101, landnr. 197700), verður 34312 m². Sjá samþykkt borgarráðs 18. 10. 2007 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 16. 12. 2008.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.