Norðurgarður 1

Verknúmer : BN045127

707. fundur 2012
Norðurgarður 1, Frystigeymsla
Sótt er um leyfi til að byggja á steinsteypum undirstöðum úr stálgrind klæddri með læstri stálklæðningu og einangrað með PIR einangrun, steinull og plasteinangrun frystigeymslu á einni hæð og flokkunarrými á einni hæð með millilofti fyrir skrifstofur og vélarrými á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22.10. 2012 þar sem farið er fram á undanþágu frá reglugerð 112/2012 hvað varðar atriði í 6. hluta um algilda hönnun og atriði er varða gæðastjórnunarkerfi hönnunarstjóra, bréf um samkomulag um lóðamál milli Faxaflóahafna og HB Granda dags. 19.9. 2012, bréf Húsafriðunarnefndar um Norðurgarð dags. 10.10. 2012, brunahönnun Tómasar Böðvarssonar dags. 22.9. 2012 og tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 29.10. 2012, sem og bréf Matvælastofnunar dags. 30.10. 2012.
Stærðir:
1. hæð frystigeymsla 2.616,4 ferm., 1. hæð flokkunarrými 1.188,0 ferm.
samtals 1. hæð 3.804,4 ferm., milliloft 187,2 ferm.
Samtals 3.991,6 ferm. og 39.814,0 rúmm.
Gjöld kr. + 8.500 + 3.384.190,-

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar, samanber fylgiskjal með uppdráttum.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


706. fundur 2012
Norðurgarður 1, Frystigeymsla
Sótt er um leyfi til að byggja á steinsteypum undirstöðum úr stálgrind klæddri með læstri stálklæðningu og einangrað með PIR einangrun, steinull og plasteinangrun frystigeymslu á einni hæð og flokkunarrými á einni hæð með millilofti fyrir skrifstofur og vélarrými á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22.10. 2012 þar sem farið er fram á undanþágu frá reglugerð 112/2012 hvað varðar atriði í 6. hluta um algilda hönnun og atriði er varða gæðastjórnunarkerfi hönnunarstjóra, bréf um samkomulag um lóðamál milli Faxaflóahafna og HB Granda dags. 19.9. 2012, bréf Húsafriðunarnefndar um Norðurgarð dags. 10.10. 2012, brunahönnun Tómasar Böðvarssonar dags. 22.9. 2012 og tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 29.10. 2012.
Stærðir:
1. hæð frystigeymsla 2.616,4 ferm., 1. hæð flokkunarrými 1.188,0 ferm.
samtals 1. hæð 3.804,4 ferm., milliloft 187,2 ferm.
Samtals 3.991,6 ferm. og 39.814,0 rúmm.
Gjöld kr. + 8.500 + 3.384.190,-

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.