Blesugróf 40 og Jöldugróf 18

Verknúmer : BN044093

670. fundur 2012
Blesugróf 40 og Jöldugróf 18, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Blesugróf 40 og Jöldugróf 18, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar, Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 17. 1. 2012. Lóðin Blesugróf 40 (staðgr. 1.885.522, landnr. 108911) er 706 m², fyrst er 14 m² bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), síðan er 23 m² bætt við lóðina frá Jöldugróf 18 (landnr. 108904), lóðin verður 743 m².
Lóðin Jöldugróf 18 (staðgr. 1.885.515, landnr 108904) er 526 m² , fyrst eru 23 m² teknir af lóðinni og bætt við Blesugróf 40 (landnr. 108911), síðan er 100 m² bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 603 m². Sjá samþykkt skipulagsráðs 28. 09. 2005 og auglýsingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda þann 21. 12. 2005 og samanber forsögn skipulagsfulltrúa.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.