Sólvallagata 77, Sólvallagata 79 og Hringbraut 122

Verknúmer : BN043752

657. fundur 2011
Sólvallagata 77, Sólvallagata 79 og Hringbraut 122, mæliblað
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina þrjár lóðir í eina, um er að ræða lóðirnar Sólvallagata 77, Sólvallagata 79 og Hringbraut 122. Lóðin Sólvallagata 77 er talin 250m2, lóðin reyndist við mælingu 251 m2, 251 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Sólvallagata 77 verður 0 m2 og verði afmáð úr skrám. Lóðin Hringbraut 122, er talin 1346 m2, lóðin reynist við mælingu 1377 m2, 1377 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Hringbraut 122 verður 0 m2 og verði afmáð úr skrám. Lóðin Sólvallagata 79, er talin 2531,2 m2, lóðin reynist við mælingu 2535 m2, 251 m2 teknir af lóðinni Sólvallagata 77 og lagðir við lóðina Sólvallagata 79, 1377 m2 teknir af lóðinni Hringbraut 122 og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Sólvallagata 79 verður 4163 m2 og verður tölusett samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Sbr. samþykki borgarráðs 14.12.2006 og auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda dags. 5. janúar 2007.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.