Hverfisgata 50
Verknúmer : BN043721
657. fundur 2011
Hverfisgata 50, breyting á framhlið mhl 01
Sótt er umleyfi til að rífa núverandi framhlið sem er að hruni komin sökum fúa og byggja nýja og breytta úr áli, engar aðrar breytingar eru gerðar á mhl. 01 hússins á lóðinni nr. 50 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er fundargerð húsfundar dags. 26. september 2011 og samþykki eigenda á teikningu dags. 20.9. 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.