Hringbraut 121
Verknúmer : BN043297
651. fundur 2011
Hringbraut 121, breyting á rými 0301
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi 3. hæðar og koma fyrir flóttaleið út á þak með neyðarstiga sem fer niður á svalir á 2. hæð í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík í matshluta 01 í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 121 við Hringbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 5. júlí 2011 fylgir erindinu. Samþykki meðeiganda dags. 5. sept. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
643. fundur 2011
Hringbraut 121, breyting á rými 0301
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi 3. hæðar og koma fyrir hurð út á pall með neyðarstiga sem fer niður á svalir á 2. hæð í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík í matshluta 01 í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 121 við Hringbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 5. júlí 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.