Klapparstígur 19
Verknúmer : BN043148
642. fundur 2011
Klapparstígur 19, niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa hús nr. 1 við Veghúsastíg á lóð nr. 19 við Klapparstíg.
Erindi fylgir staðfesting SHS á útkalli vegna heitavatnsleka dags. 3. júní 2011, útdráttur úr dagbók Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 16. mars 2008, greinargerð um ástand húss dags. 31. maí 2011 og ljósmyndir af vettvangi, ásamt bréfum umsækjanda dags. 7. og 22. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Málið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 14. júní 2011. Þá kom ekki fram hvaða matshluta var sótt um að rífa. Jafnframt var þar óskað eftir umsögnum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur. Nú liggur fyrir að sótt er um niðurrif mhl. 03, fastanr. 200-3276. Það hús var byggt árið 1899. Í gildandi deiliskipulagi frá 14. júní 2004 kemur fram í texta að húsið skuli vera óbreytt og falli undir verndun götumyndar. Er umsókn um niðurrif hússins því synjað með vísan til ákvæða gildandi deiliskipulags.
639. fundur 2011
Klapparstígur 19, niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 1 við Veghúsastíg sem nú heitir nr. 19 við Klapparstíg.
Erindi fylgir staðfesting SHS á útkalli vegna heitavatnsleka dags. 3. júní 2011, útdráttur úr dagbók LR dags. 16. mars 2008, greinargerð um ástand húss dags. 31. maí 2011 og ljósmyndir af vettvangi.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.