Sogavegur 3

Verknúmer : BN042980

636. fundur 2011
Sogavegur 3, (fsp) viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs, breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 20. maí 2011 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. maí 2011.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist það.
Umsækjandi skal tafarlaust fjarlægja óleyfisskilti á norðurhlið hússins að öðrum kosti verði gripið til þvingunaraðgerða.


350. fundur 2011
Sogavegur 3, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 13. maí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs, breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. maí 2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar berst.

349. fundur 2011
Sogavegur 3, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs, breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Sogaveg.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

634. fundur 2011
Sogavegur 3, (fsp) viðbygging
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs, breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Sogaveg.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.