Grettisgata 2A

Verknúmer : BN042896

633. fundur 2011
Grettisgata 2A, (fsp) breyta í íbúða/gistihótel
Spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. apríl 2011.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum hvað skipulag varðar. Sækja þarf um byggingarleyfi.


347. fundur 2011
Grettisgata 2A, (fsp) breyta í íbúða/gistihótel
Á fundi skipulagsstjóra 15. apríl 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. apríl 2011.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

346. fundur 2011
Grettisgata 2A, (fsp) breyta í íbúða/gistihótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

631. fundur 2011
Grettisgata 2A, (fsp) breyta í íbúða/gistihótel
Spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.