Aðalstræti 6

Verknúmer : BN042426

618. fundur 2011
Aðalstræti 6, innri breytingar bakhús
Sótt er um leyfi til breytinga á 1. og 2. hæð bakhúss, breyttum útitröppum, fjarlægja þakglugga og til annarra smærri breytinga innanhúss og utan, sbr. erindi BN040772, í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.12. 2010, og yfirlýsing og samkomulag milli fulltrúa Hótels Ísafoldar og eiganda Mjóstrætis 5 um tímabundna byggingu stoðveggja yfir lóðamörk dags. 9.12. 2010. Einnig meðfylgjandi bréf arkitekts dags. 3.1. 2011, mæliblöð og afrit af kaupsamningi dags. 15.4. 1999.
Gjald kr. 7.700

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


617. fundur 2010
Aðalstræti 6, innri breytingar bakhús
Sótt er um leyfi til breytinga á 1. og 2. hæð bakhúss, breyttum útitröppum, fjarlægja þakglugga og til annarra smærri breytinga innanhúss og utan, sbr. erindi BN040772, í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.12. 2010, og yfirlýsing og samkomulag milli fulltrúa Hótels Ísafoldar og eiganda Mjóstrætis 5 um tímabundna byggingu stoðveggja yfir lóðamörk dags. 9.12. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi sýni fram á rétt sinn til lóðarinnar.